UPPSKRIFTALEIT
Veldu einn eða fleiri möguleika.Kaffi & vatn

Rauðvínssoðnar perur sem eftirréttur eða meðlæti

Perum er gjarnan kippt með í lautarferðir eða skellt í nestisboxið, en þær eru einnig notaðar í kökur ýmiss konar og búðinga. Peran er af ávaxtaspekúlöntum talinn vera göfugur ávöxtur. Löngu fyrir tíma Kristninnar setti Kató fram lista yfir hin ýmsu perutilbrigði (á listanum voru N.B. sex tilbrigði en nú er talið að peruafbrigðin séu yfir 30). Ólíkustu peruafbrigði bragðast ólíkt, þótt yfirleitt séu perur í sætari kantinum, en sætleikinn er ólíkur og mismikill. Það er einmitt þökk hinu einstaka bragði af þroskaðri peru, að ávöxturinn er yfirleitt borðaður eins og hann kemur fyrir af trénu og einungis þriðjungur þeirra pera sem heimsbyggðin sporðrennir árlega er notaður í eldamennsku. Fyrir utan það að ilma dásamlega og búa yfir þessu yndislega sæta bragði, eru perur mjög hollar. Þær eru mjög auðugar bæði af B- og C-vítamíni auk þess að vera mjög trefjaríkar og ríkar af andoxunarefnum. Einn af topp 10 peruréttum heims er án efa rauðvínssoðnar perur, en þessi réttur fyrirfinnst í mörgum tilbrigðum. Hér er á ferðinni frábær (og mjög saðsamur) vetrar-eftirréttur, en perurnar henta ekki síður (rauðvínssírópið er þá að öllum líkindum síað frá) sem meðlæti með villibráð eða ljósu kjöti t.d. og eru einnig kærkomnar á ostabakkann, t.d. með brie, camembert, parmesanosti og gorgonzola.

                Rauðvínssoðnar perur

Perurnar standa vel fyrir sínu sem eftirréttur eins og þær koma fyrir úr ofninum ásamt vínsírópinu, en eins er vel hægt að hugsa sér að bera peru fram við hlið einhverrar hnallþórunnar, sérstaklega ef um rjómtertusvampbotnsköku er að ræða, eða með ostum.

© 2007 Hanna Friðriksdóttir

Til baka
Lavazza nytt ranalogo Cirio Celestial Seasonings Icelandic Glacial San Pellegrino Ritter Sprot logo m. ramma Lindt Delba chantico logo

©2007 • Karlsson ehf. • Powered by: Hugurax • Design by Paolo Ramazzotti